Project Description
HLEÐSLUSTÖÐVAR
Setjum upp og tengjum hleðslustöðvar fyrir húsfélög, heimili og fyrirtæki
ásamt því að veita ráðgjöf við val á búnaði og útfærslu.
Um hleðslustöðvar og rafbíla
Rafbíla má hlaða á öruggan máta með því að stinga kló á hleðslustreng í viðeigandi tengil (innstungu) eða með því að stinga tengibúnaði fasttengds hleðslustrengs í sérstakt inntak í bílunum. Mælt er með að við hleðslu rafbíla sé notuð „hleðsluaðferð 3“ og viðeigandi búnaður, þ.m.t. tengibúnaður svo sem klær og tenglar.
Tenglar til heimilis- og ámóta nota, þ.e. hefðbundnir einfasa 16A tenglar, þola hámarksstraum (16A) aðeins í skamman tíma í senn og ætti því ekki að nota til hleðslu rafbíla nema hleðslustraumurinn sé takmarkaður verulega, t.d. við 8A.
Rafbíla skal hlaða frá tengistöðum sem sérstaklega eru til þess ætlaðir. Tengistaður er sá staður sem rafknúið farartæki tengist fastri raflögn. Nota skal sérstaka hleðslustrengi sem framleiðandi viðkomandi rafbíls útvegar og/eða samþykkir til hleðslu hans. Slíkur strengur skal fylgja nýjum rafbílum og hæfa þeim aðstæðum sem vænta má, t.d. með tilliti til áverkahættu og hita- og kuldaþols. Honum skal stinga í samband í viðeigandi tengli eða fasttengja raflögn á tengistað.
Um hleðslustöðvar og rafbíla
Rafbíla má hlaða á öruggan máta með því að stinga kló á hleðslustreng í viðeigandi tengil (innstungu) eða með því að stinga tengibúnaði fasttengds hleðslustrengs í sérstakt inntak í bílunum. Mælt er með að við hleðslu rafbíla sé notuð „hleðsluaðferð 3“ og viðeigandi búnaður, þ.m.t. tengibúnaður svo sem klær og tenglar.
Tenglar til heimilis- og ámóta nota, þ.e. hefðbundnir einfasa 16A tenglar, þola hámarksstraum (16A) aðeins í skamman tíma í senn og ætti því ekki að nota til hleðslu rafbíla nema hleðslustraumurinn sé takmarkaður verulega, t.d. við 8A.
Rafbíla skal hlaða frá tengistöðum sem sérstaklega eru til þess ætlaðir. Tengistaður er sá staður sem rafknúið farartæki tengist fastri raflögn. Nota skal sérstaka hleðslustrengi sem framleiðandi viðkomandi rafbíls útvegar og/eða samþykkir til hleðslu hans. Slíkur strengur skal fylgja nýjum rafbílum og hæfa þeim aðstæðum sem vænta má, t.d. með tilliti til áverkahættu og hita- og kuldaþols. Honum skal stinga í samband í viðeigandi tengli eða fasttengja raflögn á tengistað.
GOTT AÐ VITA
Með netvæðingu hleðslustöðvanna er nú sá möguleiki fyrir hendi að selja aðgang að stöðinni sinni og hafa af henni tekjur.
ÍTAREFNI
VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ
Hágæða þjónusta á viðráðanlegu verði
Flottur og vandaður frágangur
Rafmagn er það sem við kunnum og gerum best
Gæði, öryggi og útsjónasemi
FÁ TILBOÐ
Vantar þig aðstoð við raflagnavinnu? Fylltu út formið og við höfum samband við fyrsta tækifæri.
EIGANDI & LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Sigmar Örn Arnarson
SÍMANÚMER
820 1500
OPNUNARTÍMI
8:00 – 16:00
EIGANDI & LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Sigmar Örn Arnarson
SÍMANÚMER
820 1500
OPNUNARTÍMI